Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 16. júní 2018 15:22
Magnús Már Einarsson
Sampaoli: Messi leið illa í leiknum
Icelandair
Mynd: Getty Images
Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari Argentínu, var spurður út í frammistöðu Lionel Messi eftir 1-1 jafnteflið gegn Íslandi í kvöld.

„Honum leið illa í leiknum því Ísland spilaði mjög varnarsinnað og lokaði öllum svæðum," sagði Sampaoli.

„Við gerðum allt til að reyna að ná sigri. Ég veit að Messi er áfram ákveðinn í að standa sig vel með liðinu."

Sampaoli fagnaði gríðarlega á hliðarlínunni þegar Argentína fékk vítaspyrnu í síðari hálfleik. Hannes Þór Halldórsson varði hins vegar spyrnuna frá Messi.

„Víti er alltaf gott tækifæri til að skora. Það er opið marktækifæri. Við engum gott færi til að skora úr vítaspyrnu og þá hélt ég að við myndum vinna leikinn, já,"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner