Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. júní 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lo Celso metinn á 70 milljónir punda
Giovani Lo Celso.
Giovani Lo Celso.
Mynd: Getty Images
Argentíski miðjumaðurinn Giovani Lo Celso er metinn á 70 milljónir punda af félagsliði sínu, spænska úrvalsdeildarliðinu Real Betis.

Þetta herma heimildir Sky Sports.

Tottenham er sagt hafa áhuga á honum en félögin eru ekki samsíga þegar kemur að kaupverði.

Lo Celso er 23 ára gamall og er með söluákvæði sem hljóðar upp á 88 milljónir punda. PSG lánaði hann til Real Betis síðasta haust með kaupmöguleika sem spænska félagið nýtti sér í apríl, eftir að miðjumaðurinn hafði skoraði 16 mörk og lagt 8 upp í 45 leikjum.

Betis greiddi 22 milljónir punda fyrir Lo Celso í apríl og mun því væntanlega þéna dágóða upphæð ef hann verður seldur í sumar.

Sky Sports sagði frá því í síðustu viku að Lo Celso vildi fara í ensku úrvalsdeildina og væri spenntur fyrir því að vinna með landa sínum Mauricio Pochettino.

Tottenham er líka sagt vera á höttunum eftir Tanguy Ndombele, miðjumanni Lyon, og líklegt að félagið muni loksins kaupa leikmenn í sumar eftir að hafa ekkert keypt síðan í janúar 2018.

Sjá einnig:
Pochettino bíður eftir nýjum leikmönnum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner