Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. júní 2019 17:33
Ívan Guðjón Baldursson
Mjallby tapaði - BATE á toppinn
Willum hefur komið við sögu í öðrum hverjum leik hjá BATE.
Willum hefur komið við sögu í öðrum hverjum leik hjá BATE.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Tvö Íslendingalið voru að ljúka leik, eitt í Svíþjóð og annað í Hvíta-Rússlandi.

Óttar Magnús Karlsson kom inn af bekknum er Mjällby tapaði fyrir Halmstad í sænsku B-deildinni. Gísli Eyjólfsson sat allan tímann á bekknum.

Mjällby hefur farið vel af stað í ár og er í öðru sæti, með 25 stig eftir 13 umferðir.

Halmstad 2 - 0 Mjällby
1-0 S. Karim ('13)
2-0 R. Wiedesheim-Paul ('22)

Í Hvíta-Rússlandi var Willum Þór Willumsson ónotaður varamaður er BATE Borisov skellti sér á toppinn.

Þetta var fimmti sigur BATE í röð í deildinni og er liðið með 27 stig eftir 11 umferðir.

Willum hefur komið við sögu í sex leikjum af tólf frá komu sinni til félagsins.

BATE 3 - 1 Shakhtyor Soligorsk
1-0 S. Dragun ('60)
1-1 N. Antic ('66)
2-1 S. Dragun ('70)
3-1 E. Yablonski ('76)
Rautt spjald: P. Rybak, Shakhtyor ('35)
Athugasemdir
banner
banner
banner