Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. júní 2019 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pedro um Gary Martin: Ekki bara einn leikmaður í liði
Gary Martin í leik með Val.
Gary Martin í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV mun fá Gary Martin í sínar raðir þegar félagaskiptaglugginn opnar í júlí.

Gary samdi um starfslok við Val í lok maí og varð þannig laus allra mála. Gary hefur skorað 45 mörk í 96 leikjum í efstu deild og gerði hann tvö mörk í þremur deildarleikjum með Val áður en hann var látinn fara.

Gary er fæddur 1990 og hefur leikið fyrir Lilleström, Lokeren og York City undanfarin ár. Hér á landi hefur hann spilað fyrir ÍA og Víking R. auk Vals og KR.

ÍBV er á botni deildarinnar. Pedro Hipolito, þjálfari liðsins, var spurður að því í viðtali eftir 5-1 tap gegn Val í dag hvort framlag Gary myndi hjálpa ÍBV að forðast fall.

„Gary Martin kemur til að hjálpa, en allir aðrir leikmenn liðsins hjálpa líka. Það er ekki bara einn leikmaður í fótboltaliði. Við þurfum að bæta okkur. Þetta er sama lið og vann ÍBV. Þetta er bara einn leikur, það dó enginn út af þessum leik."
Pedro: Allir okkar leikmenn voru að vinna á þessu móti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner