Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. júlí 2015 10:38
Arnar Daði Arnarsson
Kennie Chopart í Fjölni (Staðfest)
Chopart er kominn í íslenska deildina á ný.
Chopart er kominn í íslenska deildina á ný.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kennie Knak Chopart hefur gengið til liðs við Fjölni í Pepsi-deild karla.

Chopart þekkir íslenska boltann ágætlega, en hann spilaði áður með Stjörnunni, sumrin 2012 og 2013. Þar lék hann 46 leiki og skoraði í þeim leikjum 10 mörk.

Chopart kemur til Fjölnis frá norska C-deildarfélaginu, Arendal. Hann er danskur og lék oftast sem kantmaður þegar hann lék með Stjörnunni

Hann er kominn með leikheimild með félaginu og getur því spilað sinn fyrsta leik með Fjölni á sunnudaginn, þegar liðið mætir ÍBV. Þá er spænski varnarmaðurinn Jonatan Neftalí kominn með leikheimild með Fjölni og getur einnig spilað í Eyjum.

Liðið hefur orðið fyrir skakkaföllum undanfarið en Daniel Ivanovski og Emil Pálsson yfirgáfu félagið nýverið. Fjölnir er sem stendur í 5. sæti Pepsi-deildarinnar með 17 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner