Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. júlí 2018 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Búast við að Hazard yfirgefi Chelsea
Mynd: Getty Images
Útlit er fyrir að Eden Hazard sé á förum frá Chelsea í sumar þar sem félaginu mistókst að tryggja sér meistaradeildarsæti á síðasta tímabili.

Veðbankar eru búnir að snarlækka stuðulinn á að Hazard yfirgefi Chelsea og er talið líklegast að hann sé á leið til Real Madrid, þar sem hann á að fylla í skarð Cristiano Ronaldo.

Hazard gerði gott mót með Belgíu á HM í Rússlandi og var í lykilhlutverki er Belgar tryggðu sér verðlaunapening í fyrsta sinn í sögu HM.

Stuðullinn á að Hazard fari til Real er svo lágur sem 1.25. Einnig er talið mögulegt að Hazard fari til PSG, Barcelona eða Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner