Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 16. júlí 2018 06:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Fulham óvænt mætt í kapphlaupið um Malcom
Malcom er orðaður við Fulham.
Malcom er orðaður við Fulham.
Mynd: Getty Images
Menn eru stórhuga á skrifstofu Fulham en félagið hefur nú ákveðið að einbeita sér að því að kaupa Malcom frá Bourdeaux.

Malcom sem er 21. árs gamall leikmaður unglingalandsliða Brasilíu var mikið í umræðunni í janúar eftir frábæra byrjun fyrir Bourdeaux á síðasta tímabili.

Leikmaðurinn skoraði 12 mörk og átti 7 stoðsendingar í 35 leikjum í efstu deild Frakklands á síðasta tímabili. Var það nóg til þess að vekja athygli margra stærri liða Evrópu í janúarglugganum en hann hélt á endanum kyrru fyrir hjá Bourdeaux.

Malcom hefur verið orðaður við Tottenham, Chelsea og Manchester United svo eitthvað sé nefnt en nú virðist Fulham óvænt hafa bæst við í kapphlaupið. Takist félaginu að krækja í leikmanninn yrðu það önnur óvænt kaup liðsins í sumar sem hafði betur í baráttunni við Chelsea um Jean Michael Seri.

Athugasemdir
banner
banner
banner