Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 16. júlí 2018 08:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Giroud spilaði í 546 mínútur án þess að eiga skot á markið
Giroud fagnar ásamt samherjum sínum.
Giroud fagnar ásamt samherjum sínum.
Mynd: Getty Images
Olivier Giroud, leikmaður Chelsea er heimsmeistari í fótbolta eftir sigur Frakklands í úrslitaleik heimsmeistaramótsins.

Þrátt fyrir að þessum framherja Chelsea hafi mistekist að finna netið hjálpaði hann öðrum leikmönnum í kringum sig að blómstra á vellinum. Það er þó ótrúlegt að Giroud hafi spilað í heildar 546 mínútur á heimsmeistaramótinu án þess að eiga eitt einasta skot á markið.

Giroud spilaði í 81. mínútu í úrslitaleiknum. Eftir að hafa verið á bekknum gegn Ástralíu kom framherjinn inn í liðið gegn Perú og hélt stöðu sinni út mótið.

Giroud komst næst því að skora í leiknum gegn Danmörku sem endaði markalaus. Sá leikur var jafnframt eini markalausi leikur keppninnar. Leikmaðurinn er þó ólíklega að pirra sig of mikið á þessu og mun líklega fagna gríðarlega næstu daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner