Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. júlí 2018 09:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Leik Cove Rangers og Aberdeen hætt vegna höfuðmeiðsla leikmanns
Kári Árnason lék með Aberdeen á síðasta tímabili.
Kári Árnason lék með Aberdeen á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Vináttuleikur Cove Rangers og Aberdeen endaði snarlega í dag eftir að Jordon Brown, einn leikmanna Cove Rangers slasaðist alvarlega á höfði.

Brown sem er 25 ára gamall lenti í samstuði við Anderw Considine, varnarmann Aberdeen í síðari hálfleik.

Dómarinn Alex Shepherd auk þjálfara beggja liða samþykktu að hætta leiknum en Aberdeen var 2-1 yfir þegar atvikið kom upp.

Kallað var á sjúkrabíl auk þess sem áhorfendur voru beðnir um að yfirgefa svæðið. Brown fékk aðhlynningu í rúmlega 25 mínútur þar sem honum var meðal annars gefið súrefni. Sjúkrateymi beggja liða aðstoðaði auk læknis Aberdeen.

Brown var með meðvitund er hann var færður í sjúkrabíl og upp á spítala. Vináttuleikurinn var opnunarleikur nýs leikvangs Cove Rangers.
Athugasemdir
banner
banner
banner