Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 16. júlí 2018 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Serie A orðin ein af mikilvægustu keppnum heims
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho telur komu Cristiano Ronaldo til Juventus hafa mikil og jákvæð áhrif fyrir ítalska knattspyrnu.

Hann segir félagaskiptin vera af þeirri stærðargráðu að nú sé ítalska deildin að verða ein af þremur deildum sem knattspyrnuunnendur horfi mest á.

„Spænska deildin er ekki lengur með tvo bestu leikmenn heims. Annar er á Spáni og hinn á Ítalíu," sagði Mourinho við Tele Stereo Radio.

„Núna verður mest horft á þrjár deildir. Ítölsku deildina útaf Ronaldo, spænsku deildina útaf Messi og ensku deildina því það er besta deildin með mestu samkeppnina.

„Serie A er núna orðin ein af mikilvægustu keppnum heims. Hlutirnir eru fljótir að breytast í fótboltaheiminum."


Juve hefur unnið ítölsku deildina sjö ár í röð og telur Mourinho félagaskiptin lengja bilið enn frekar á milli Juve og næstu liða.

„Þetta eru hin fullkomnu félagaskipti og ég vil óska Juventus til hamingju með að koma þessu í gegn," sagði Mourinho.

„Þessi félagaskipti geta breytt ítalskri knattspyrnu til frambúðar, nú þurfa hin liðin að svara þessu risaskrefi hjá Juventus."
Athugasemdir
banner
banner
banner