banner
   mán 16. júlí 2018 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
N'Zonzi ekki falur fyrir minna en 40 milljónir
N'Zonzi og Pogba eftir úrslitaleik HM.
N'Zonzi og Pogba eftir úrslitaleik HM.
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Steven N'Zonzi hefur verið á óskalista Arsenal í einhvern tíma en forseti Sevilla neitar að selja hann fyrir minna en 40 milljónir evra.

N'Zonzi er 29 ára gamall og hefur góða reynslu úr enska boltanum, eftir þrjú ár hjá Blackburn og þrjú hjá Stoke áður en hann fór yfir til Spánar.

N'Zonzi, sem varð heimsmeistari í gær, er með söluákvæði í samningnum sem gerir hann falan fyrir 40 milljónir evra.

„Steven á tvö ár eftir af samningi sínum hérna. Við eigum í góðu sambandi og sendum SMS skilaboð okkar á milli meðan hann var á HM," sagði Joaquin Caparros, yfirmaður íþróttamála hjá Sevilla.

„Það hefur ekkert félag boðið í Steven en það er ljóst að við seljum hann ekki fyrir minna en söluákvæðið segir til um."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner