Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 16. júlí 2018 07:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Pele: Ég gæti þurft að dusta rykið af skónum
Pele hefur léttar áhyggjur af þróun Mbappe.
Pele hefur léttar áhyggjur af þróun Mbappe.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe heillaði svo marga á heimsmeistaramótinu sem lauk í gær að meira að segja Pele er byrjaður að líta yfir öxlina á sér.

Pele hefur nú áhyggjur af öllum sínum fótboltametum en hann segir að Mbappe gæti vel náð sér.

Mbappe varð sá næst yngsti í sögunni til þess að skora í úrslitaleik HM og sá fjórði yngsti til þess að næla sér í verðlaunin eftirsóttu. Þá er Pele sá eini sem hefur skorað fleiri mörk en Mbappe á lokamóti HM fyrir 20 ára afmælisdaginn.

Brasilíska goðsögnin sem sigraði HM 1958, 1962 og 1970 virðist hafa áhyggjur af þróun Mbappe en óskaði honum til hamingju með árangurinn.

Ef Kylian heldur áfram að jafna metin mín svona verð ég að dusta rykið af skónum á nýjan leik,” sagði Pele á Twitter eftir leik.

Pele var einmitt einnig valinn besti ungi leikmaður HM árið 1958, rétt eins og Mbappe.
Athugasemdir
banner
banner