Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 16. júlí 2018 18:14
Elvar Geir Magnússon
Þrándheimi
Vallarstjórinn kældi Íslendinga í norsku sólinni
Valsarar fengu kælingu í Þrándheimi.
Valsarar fengu kælingu í Þrándheimi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það var 28 gráðu hiti þegar Valur æfði á æfingasvæði Rosenborg í Þrándheimi í dag, tveimur dögum fyrir seinni leikinn gegn Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Valsmenn eru í flottri stöðu fyrir leikinn sem verður á Lerkendal vellinum á miðvikudag eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Hlíðarenda í síðustu viku.

Sumarveðrið heima á Íslandi hefur ekki verið upp á marga fiska og sást á æfingunni í dag að menn voru að njóta þess í botn að æfa í sumarveðri við bestu aðstæður.

Það var flott tempó á æfingunni og góður kraftur. Menn virka gíraðir í verkefnið en Einar Óli, sjúkraþjálfari liðsins, hafði í mestu að snúast við að laga hnökra hjá starfsliði Valsmanna!

Vallarstjórinn í Þrándheimi taldi greinilega þörf á að kæla Íslendingana í þessum mikla hita og var óútreiknanlegt úðarakerfi æfingavallarins notað í þeim tilgangi meðan Valsmenn hituðu upp. Leikmenn Vals kunnu misvel við þessa kælingu.

Í þessum skrifuðu orðum eru Valsmenn í kvöldmat en á morgun er svo komið að æfingu á keppnisvellinum. Meðfylgjandi eru myndir frá æfingu dagsins.

Sjá einnig:
Hedlund með Val í Noregi - Ekki löglegur á miðvikudag
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner