banner
   þri 16. júlí 2019 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Inkasso: Fjölnir lagði Fram - Óliver afgreiddi Þrótt
Guðmundur Karl Guðmundsson skoraði tvisvar fyrir Fjölni sem er áfram á toppnum
Guðmundur Karl Guðmundsson skoraði tvisvar fyrir Fjölni sem er áfram á toppnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óliver fór á punktinn og skoraði
Óliver fór á punktinn og skoraði
Mynd: Hulda Margrét
Grótta heldur áfram að gera frábæra hluti í Inkasso-deild karla en liðið vann 1-0 sigur á Þrótturum á meðan Fjölnismenn unnu Fram, 3-1.

Grótta hefur ekki tapað leik í deildinni síðan gegn Leiknir R. í lok maí en liðið vann 1-0 sigur á Þrótturum í kvöld. Eina mark leiksins gerði Óliver Dagur Thorlacius. Hann gerði það úr víti en Arnar Darri Pétursson skutlaði sér í hornið á meðan Óliver setti boltann á mitt markið. Þriðja markið hans í sumar og lokatölur 1-0 fyrir Gróttu.

Fjölnismenn halda toppsætinu en liðið vann Fram 3-1. Guðmundur Karl Guðmundsson kom Fjölni yfir á 34. mínútu áður en Jóhann Árni Gunnarsson bætti við öðru í byrjun síðari hálfleiks.

Helgi Guðjónsson minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu áður en Guðmundur Karl gulltryggði sigur Fjölnismanna. Lokatölur 3-1 fyrir Fjölni og liðið á toppnum með 26 stig. Þá vann Víkingur Ó. lið Hauka 2-0. Vidmar Miha skoraði á 13. mínútu og fengu Haukar gullið tækifæri til að jafna er liðið fékk víti. Ásgeir Þór Ingólfsson steig á punktinn en Franko Lalic varði meistaralega út við stöng.

Sallieu Cpay Tarawallie tvöfaldaði forystu Víkinga undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat. Lokatölur 2-0.

Leiknir R. vann þá Aftureldingu 3-2. Sólon Breki Leifsson kom Leiknismönnum yfir á 25. mínútu áður en Alexander Aron Davorsson jafnaði úr vítaspyrnu á 43. mínútu.

Stefán Árni Geirsson kom Leiknismönnum aftur yfir á 54. mínútu en Andri Freyr Jónasson svaraði á 66. mínútu með jöfnunarmarki. Aðeins þremur mínútum síðar fékk Arnór Gauti Jónsson að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir ljóta tæklingu. Skellur fyrir Aftureldingu.

Leiknismenn nýttu sér liðsmuninn og tókst Sævari Atla Magnússyni að tryggja sigurinn með laglegu marki á 80. mínútu. Lokatölur 3-2 fyrir Leikni.

Úrslit og markaskorarar:

Víkingur Ó. 2 - 0 Haukar
1-0 Vidmar Miha ('13 )
1-0 Ásgeir Þór Ingólfsson ('37 , misnotað víti)
2-0 Sallieu Capay Tarawallie ('45 )

Þróttur R. 0 - 1 Grótta
0-1 Óliver Dagur Thorlacius ('61 , víti)

Leiknir R. 3 - 2 Afturelding
1-0 Sólon Breki Leifsson ('25 )
1-1 Alexander Aron Davorsson ('43 , víti)
2-1 Stefán Árni Geirsson ('54 )
2-2 Andri Freyr Jónasson ('66 )
3-2 Sævar Atli Magnússon ('80 )
Rautt spjald:Arnór Gauti Jónsson , Afturelding ('69)

Fjölnir 3 - 1 Fram
1-0 Guðmundur Karl Guðmundsson ('34 )
2-0 Jóhann Árni Gunnarsson ('52 )
2-1 Helgi Guðjónsson ('78 , víti)
3-1 Guðmundur Karl Guðmundsson ('90 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner