fim 16. júlí 2020 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Ýmir skoraði sautján gegn Afríku
ÍH er með fullt hús stiga í A-riðli.
ÍH er með fullt hús stiga í A-riðli.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það fóru fjórir leikir fram í 4. deild karla í kvöld og tókst Ými að skora sautján mörk gegn Afríku.

Davíð Birkir Sigurjónsson skoraði þrennu á fyrstu 18 mínútum leiksins og var kominn með fimm mörk í hálfleik. Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði þrennu á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik og var staðan 10-0 í leikhlé. Fjórða mark Eiðs Gauta kom í síðari hálfleik.

Arian Ari Morina og Bjarki Freyr Guðmundsson settu einnig þrennur og setti Hörður Máni Ásmundsson tvö.

Á sama tíma hafði ÍH betur gegn Uppsveitum og er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Ýmir er með tólf stig eftir sex umferðir.

Léttir hafði þá betur í ótrúlegum leik gegn Vatnaliljum og er í fjórða sæti með níu stig. Sjö mörk voru skoruð í fyrri hálfleik en boltinn rataði ekki í netið eftir leikhlé.

Allir þessir leikir voru í A-riðli fjórðu deildar en einn leikur fór fram í D-riðli.

Þar hafði KB óvænt betur gegn Árborg, sem gat endurheimt toppsæti riðilsins með sigri. Þetta var fyrsti sigur KB í sumar og er liðið með fjögur stig eftir fimm umferðir.

Árborg er í þriðja sæti með tíu stig, tveimur stigum eftir toppliði KH sem er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.

Ýmir 17 - 0 Afríka
1-0 Davíð Birkir Sigurjónsson ('5)
2-0 Davíð Birkir Sigurjónsson ('9)
3-0 Davíð Birkir Sigurjónsson ('18)
4-0 Arian Ari Morina ('23)
5-0 Davíð Birkir Sigurjónsson ('25)
6-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('28)
7-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('34)
8-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('38)
9-0 Bjarki Freyr Guðmundsson ('43)
10-0 Davíð Birkir Sigurjónsson ('45)
11-0 Hörður Máni Ásmundsson ('53)
12-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('55)
13-0 Bjarki Freyr Guðmundsson ('57)
14-0 Bjarki Freyr Guðmundsson ('58)
15-0 Arian Ari Morina ('74)
16-0 Arian Ari Morina ('85)
17-0 Hörður Máni Ásmundsson ('90)

Uppsveitir 0 - 5 ÍH
0-1 Magnús Stefánsson ('16)
0-2 Pétur Hrafn Friðriksson ('26)
0-3 Bergþór Snær Gunnarsson ('67)
0-4 Patrik Snær Atlason ('82)
0-5 Patrik Snær Atlason ('84)

Léttir 4 - 3 Vatnaliljur
0-1 Victor Páll Sigurðsson ('7)
1-1 Daníel Sæberg Hrólfsson ('14)
2-1 Hafliði Hafliðason ('22)
3-1 Daníel Sæberg Hrólfsson ('24)
3-2 Victor Páll Sigurðsson ('35)
4-2 Daníel Sæberg Hrólfsson ('41)
4-3 Grétar Hrafn Guðnason ('43)

KB 3 - 2 Árborg
1-0 Eyþór Guðmundsson ('6)
2-0 Friðjón Magnússon ('20)
2-1 Ingi Rafn Ingibergsson ('35)
2-2 Ísak Eldjárn Tómasson ('40)
3-2 Ísak Eldjárn Tómasson ('90, sjálfsmark)

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöflurnar að uppfæra sig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner