fim 16. júlí 2020 18:30
Magnús Már Einarsson
Best í 6. umferð: Tilfinningarnar voru blendnar
Katrín Ásbjörnsdóttir (KR)
Katrín fagnar marki í sumar.
Katrín fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ásbjörnsdóttir, framherji KR, er leikmaður 6. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna. Katrín skoraði tvö mörk í 3-2 útisigri KR gegn Stjörnunni í fyrrakvöld. Katrín tryggði sigurinn undir lok leiks en KR var þá manni færri eftir að Ana Victoria Cate var rekin af velli í fyrri hálfleik.

„Eftir að við urðum einum manni færri snemma leiks þá þéttum við liðið töluvert. Vorum agaðar og þegar rétta tækifærið kom til að sækja hratt þá gerðum við það vel," sagði Katrín við Fótbolta.net í dag.

Katrín spilaði með Stjörnunni frá 2016-2018. Hvernig var tilfinningin að skora gegn gömlu félögunum? „Hún var svolítið skrítin. Alltaf gott að skora og þá sérstaklega svona mikilvægt mark en þetta var í fyrsta skiptið sem ég mætti Stjörnunni eftir að ég skipti yfir í KR og tilfinningarnar voru blendnar."

Allt lið KR var í tveggja vikna sóttkví á dögunum og Katrín segir ánægjulegt að vera byrjuð að spila á ný. „Frábært. Við söknuðum þess mikið og það var mikil tilhlökkun í liðinu fyrir leik," sagði Katrín en hvernig æfði lið KR á meðan það var í sóttkví?

„Við fengum gott hlaupa- og snerpuprógram sem Ana Cate sá um. Svo þurfti bara hver og ein og finna sér stað til að æfa á. Þetta var skrítið og einmannalegt oft á köflum en við vorum líka duglegar að spjalla saman og reyna þannig að bæta leik liðsins."

Katrín er uppalin hjá KR en hún kom aftur til félagsins í vetur eftir að hafa verið í frí frá fótbolta í fyrra þegar hún eignaðist barn.

„Mér finnst hafa orðið mikil breyting á liðinu og umgjörðinni síðan ég var í KR síðast (2011). Stefnan hjá KR er skýr og þjálfarateymið heillaði mig líka," sagði Katrín um þá ákvörðun að fara aftur til KR í vetur.

Sigurinn í fyrrakvöld var sá fyrsti hjá KR í sumar og Katrín vonast eftir að liðið komist á flug í kjölfarið. „Já ég er bjartsýn. Við fengum ekki marga leiki í vetur til að slípa liðið og læra á hvor aðra. Þetta er mjög nýtt lið og við höfum séð það að með hverjum leiknum bætum við okkur."

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Best í 1. umferð - Katla María Þórðardóttir (Fylkir)
Best í 2. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Best í 3. umferð - Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Athugasemdir
banner
banner