fim 16. júlí 2020 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: McTominay og Fosu-Mensah byrja
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tveir síðustu leikir kvöldsins í enska boltanum hefjast innan skamms. Crystal Palace mætir þar Manchester United á meðan Southampton og Brighton eigast við.

Man Utd hefur verið á mikilli siglingu og gerir Ole Gunnar Solskjær tvær breytingar á liðinu eftir 2-2 jafntefli gegn Southampton í síðustu umferð.

Timothy Fosu-Mensah kemur inn í hægri bakvörðinn í stað Luke Shaw sem er fjarri góðu gamni. Þá kemur Scott McTominay inn á miðjuna fyrir Nemanja Matic sem fer á bekkinn.

Rauðu djöflarnir geta jafnað Leicester í Meistaradeildarsæti með sigri í kvöld.

Crystal Palace teflir fram hefðbundnu byrjunarliði en Christian Benteke er í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald eftir 2-0 tap gegn Aston Villa í síðustu umferð.

Crystal Palace: Guaita, Ward, Dann, Sakho, van Aanholt, Milivojevic, McCarthy, McArthur, Townsend, Ayew, Zaha
Varamenn: Hennessey, Kelly, Woods, Mitchell, Riedewald, Kouyate, Schlupp, Meyer, Pierrick

Man Utd: De Gea, Wan-Bissaka, Lindelöf, Maguire, Fosu-Mensah, McTominay, Pogba, Greenwood, Fernandes, Rashford, Martial
Varamenn: Romero, Bailly, Dalot, Fred, James, Lingard, Mata, Matic, Ighalo



Southampton siglir lygnan sjó um miðja deild og gerir þrjár breytingar á liðinu sem gerði jafntefli á Old Trafford á mánudaginn. Jannik Vestergaard kemur inn í varnarlínuna og fara Will Smallbone og Pierre-Emile Hojbjerg inn á miðjuna.

Brighton er fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið og gerir sex breytingar á sínu liði eftir 0-5 tap gegn Manchester City í síðustu umferð. Tariq Lamptey, Dan Burn, Solly March, Dale Stephens, Neal Maupay og Glenn Murray koma allir inn í byrjunarliðið.

Brighton getur svo gott sem tryggt sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni með sigri hér í kvöld.

Southampton: McCarthy, Ward-Prowse, Vestergaard, Bednarek, Vokins, Hojbjerg, Romeu, Smallbone, Redmond, Obafemi, Ings
Varamenn: Gunn, Walker-Peters, Stephens, Danso, Bertrand, Armstrong, Maddox, Long, Adams

Brighton: Ryan, Lamptey, Dunk, Webster, Burn, March, Propper, Stephens, Trossard, Maupay, Murray
Varamenn: Button, Montoya, Duffy, Bernardo, Bissouma, Gross, Mac Allister, Mooy, Connolly.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner