fim 16. júlí 2020 19:42
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
Eiður Smári: Kjörið tækifæri fyrir mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen fór í viðtal á Stöð 2 eftir að hann tók við þjálfarastarfi hjá FH. Þar mun hann starfa samhliða Loga Ólafssyni.

Þeir taka við af Ólafi Kristjánssyni sem var ráðinn sem aðalþjálfari Esbjerg í dönsku 1. deildinni. Eiður Smári er aðstoðarþjálfari U21 landsliðs Íslands og er þetta spennandi skref á hans þjálfaraferli.

„Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar. Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi,“ sagði Eiður Smári í Sportpakkanum á Stöð 2.

„Ég hef horft á deildina kannski með öðrum augum – að fylgjast með strákunum sem eru gjaldgengir í U21-liðið. Mér fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig, að fá reynslu af því að vera í daglegu hlutverki. U21-liðið felur bara í sér tarnir, sem koma upp 5-6 sinnum á ári. Hérna fæ ég að kynnast því að vera í daglegum undirbúningi fyrir æfingar og leiki.

„Við munum gefa allt sem við höfum og miðla allri þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum. Skilaboðin verða skýr, og vonandi förum við að rjúka upp töfluna sem fyrst."

Athugasemdir
banner
banner