Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 16. júlí 2020 22:11
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar: Þetta var ákveðið gameplan
Lengjudeildin
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst mjög sáttur. Að eiga ekkert svakalega góðan leik en ná í þrjú stig, gera þrjú mörk og ég vill bara gefa ÍA stórt kredit. Þær voru frábærar hérna í dag og gáfu okkar virkilega erfiðan leik.“
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 3-1 sigur hans stúlkna á ÍA á Nettóvellinum í kvöld.-

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 ÍA

Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik en Keflavíkurstúlkur komumst yfir með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks þegar Marín Rún Guðmundsdóttir skoraði af stuttu færi. En á 59. mínútu skipti Gunnar Amelíu Rún Fjeldsted inná og um fimm mínútum síðar hafði hún skorað annað mark liðsins og átt stóran þátt í því þriðja. Það er munur að eiga svona varamenn?

„Þetta var ákveðið gameplan. Amelía er búin að vera frábær á tímabilinu. Við erum eins og hefur kannski komið fram áður ekki með stóran hóp og ég er aðeins að reyna að rúlla á mannskapnum. Það eru 2-3 stelpur sem hafa spilað fleiri mínútur en hún. Hún er sextán ára gömul og ég ákvað það að setja hana á bekkinn í dag og hugmyndin var akkurat þessi. Að hún kæmi inná með þennan kraft og setti mark eða mörk og hún gerði það svo sannarlega.“

Það er ekkert leyndarmál að stefna Keflavíkur er að koma liðinu rakleitt aftur upp í Pepsi Max deildina þaðan sem liðið féll í fyrra.

„Já það er bara ekkert annað sem kemur til greina. Við tókum stórt skref aftur á bak í fyrra og erum með hörkufínt lið og fínan mannskap. En við höfum svolítið breytt áherslum síðan í fyrra. það er engin Sveindís Jane hjá okkur núna sem að leikur okkar snerist svolítið um í fyrra að senda fram á hana þannig að við höfum verið að breyta og erum að aðlaga okkur að því en það hefur tekið aðeins lengri tíma í kjölfar Covid,“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner