Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. júlí 2020 20:20
Elvar Geir Magnússon
„Hamfarir fyrir mitt gamla félag"
Þorsteinn Gunnarsson.
Þorsteinn Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum verður ekki haldin í ár vegna fjöldatakmarkana. Þetta er högg fyrir ÍBV en hátíðin er mikilvæg í fjáröflun félagsins.

„Hvernig væri nú að við stæðum sama við að styðja við ÍBV.... bara smá! Það segir sig sjálft að þetta er mikið fjárhagslegt tjón en félagið tekur ábyrga afstöðu," skrifar Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður hjá KSÍ, á Twitter.

„Takk fyrir þetta. Þetta er mikið áfall fyrir okkur og þökkum við hlýjan hug," svarar Daníel Geir Moritz, formaður ÍBV.

Einhverjir ætla að styrkja ÍBV um þá upphæð sem miði á Þjóðhátíð kostar en hátíðin er stærsti tekjustofn félagsins.

„Ekki spurning með miðakaup, þetta eru hamfarir fyrir mitt gamla félag sem þarf á stuðningi okkar að halda. Verður mini þjóðhátíð í þjóðhátíðartjaldinu í garðinum hjá mömmu og pabba á Strembugötunni," skrifar Þorsteinn Gunnarsson sem einnig er í stjórn KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner