Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 16. júlí 2020 21:34
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Alexis Sanchez skoraði og lagði upp
Torino átta stigum frá fallsvæðinu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Spal 0 - 4 Inter
0-1 Antonio Candreva ('37)
0-2 Cristiano Biraghi ('55)
0-3 Alexis Sanchez ('60)
0-4 Roberto Gagliardini ('74)

Inter er komið aftur upp í 2. sæti ítölsku deildarinnar eftir stórsigur gegn Spal í kvöld.

Alexis Sanchez lék á alls oddi og lagði fyrsta mark leiksins upp fyrir Antonio Candreva.

Cristiano Biraghi tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik og gerði Sanchez út um leikinn með skalla á 60. mínútu.

Roberto Gagliardini skoraði svo fjórða og síðasta mark leiksins á 74. mínútu.

Inter er sex stigum eftir toppliði Juventus eftir sigurinn. Spal er á botni deildarinnar með litla sem enga möguleika á að bjarga sér frá falli.

Torino 3 - 0 Genoa
1-0 Bremer ('32)
2-0 Sasa Lukic ('76)
3-0 Andrea Belotti ('90)

Torino er þá komið i góða stöðu í neðri hlutanum eftir sigur gegn Genoa í furðulegum leik.

Mikið jafnræði ríkti á vellinum en færanýting heimamanna var mögnuð og stóðu þeir uppi sem sigurvegarar að lokum, 3-0.

Bremer, Sasa Lukic og Andrea Belotti skoruðu mörkin og er Torino átta stigum frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir.

Genoa er aftur á móti í harðri fallbaráttu, einu stigi fyrir ofan Lecce. Liðin mætast í innbyrðisviðureign í næstu umferð.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner