fim 16. júlí 2020 19:28
Ívan Guðjón Baldursson
Rússland: CSKA tapaði grannaslagnum
Mynd: Getty Images
Lokomotiv Moskva 2 - 1 CSKA Moskva
1-0 Aleksey Miranchuk ('33, víti)
1-1 Nikola Vlasic ('71)
2-1 Aleksey Miranchuk ('91, víti)

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn er CSKA tapaði nágrannaslag gegn Lokomotiv í Moskvu á síðustu mínútunum.

Aleksey Miranchuk kom Lokomotiv yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Nikola Vlasic, fyrrum leikmaður Everton, jafnaði í síðari hálfleik.

Lokomotiv fékk aðra vítaspyrnu í uppbótartíma og skoraði Miranchuk aftur framhjá Igor Akinfeev. Lokatölur 2-1.

CSKA er öruggt með Evrópudeildarsæti en á aðeins einn leik eftir á deildartímabilinu. Þar þurfa Hörður og félagar sigur til að eiga einhverja von á Meistaradeildarsæti, sem er þó afar ólíklegt. Lokomotiv er í öðru sæti, sjö stigum fyrir ofan CSKA.

Arnór Sigurðsson var ekki með þar sem hann er að taka út leikbann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner