fim 16. júlí 2020 19:11
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Norrköping með sjö stiga forystu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norrköping 2 - 0 Örebro
1-0 S. Haksabanovic ('70)
2-0 Totte ('81)

Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Norrköping sem lagði Örebro að velli í dag.

Ísak spilaði á hægri kanti í þriggja manna framlínu og var ekki tekinn út fyrr en á 89. mínútu leiksins.

Norrköping trónir á toppi sænsku deildarinnar eftir sigurinn, með sjö stiga forystu. Liðið er með 20 stig eftir átta umferðir.

Östersund 1 - 2 Malmö
0-1 O, Toivonen ('32)
0-2 A. Christiansen ('57)
1-2 L. Fritzson ('71)

Arnór Ingvi Traustason var þá ekki í hópi hjá Malmö er liðið lagði Östersund á útivelli.

Gamla kempan Ola Toivonen gerði fyrsta mark leiksins fyrir Malmö sem er með þrettán stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner