Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. ágúst 2018 23:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmannasamtökin á Spáni ósátt við tíðindi dagsins
Mynd: Getty Images

Áætlunin er hluti af samstarfi La Liga og fjölmiðlafyrirtækisins Relevant en það skipuleggur meðal annars International Champions. Fimmtán ára samningur hefur verið undirritaður með La Liga og Relevant.

Ekki hefur verið staðfest hvaða lið munu mætast í Bandaríkjunum eða hvenær umræddur leikur mun fara fram. Það gæti gerst á þessu tímabili.

„Þetta er næsta stóra skref í auknum vinsældum knattspyrnu í Norður-Ameríku," segir Stephen Ross, stjórnarformaður og eigandi Relevent.

Spænsku leikmannasamtökin ósátt
Leikmannasamtökin á Spáni hafa gefið út yfirlýsingu þar sem þau segja ósátt með þetta mál.

„Við mótmælum harðlega," segir í yfirlýsingunni.

Leikmannasamtökin telja að með ákvörðun sinni sé spænska úrvalsdeildin ekki að hjálpa leikmönnum.

„Fótboltamenn eru ekki gjaldmiðill sem hægt er að nota í viðskiptum bara til að gagnast þriðja aðila."



Athugasemdir
banner
banner
banner