Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 16. ágúst 2019 12:54
Elvar Geir Magnússon
Lampard: Ég er svo reiður fyrir hönd Tammy
Lampard og Abraham.
Lampard og Abraham.
Mynd: Getty Images
Hinn 21 árs Tammy Abraham varð fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum eftir að hafa klúðrað vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni í leik Chelsea gegn Liverpool um Ofurbikar Evrópu.

Frank Lampard, stjóri Chelsea, er bálreiður.

„Þessir svokölluðu stuðningsmenn Chelsea veita mér óbragð í munninn. Það þarf eitthvað að gera. Ég er svo reiður fyrir hönd Tammy og félagið leggur mikla vinnu í að berjast gegn mismunun," segir Lampard.

„Ég hef rætt við Tammy og hann er svo sterkur karakter. Hann vill bara gera vel fyrir Chelsea. Hann er frábær ungur maður."

„Tammy vill alltaf skora og það er það sem ég elska við hann. Hann kemur sér sífellt í réttar stöður og er aldrei í felum," segir Lampard en Chelsea á leik gegn Leicester á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner