Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. ágúst 2019 12:41
Elvar Geir Magnússon
Upphitun - Er hægt að stöðva Barcelona í La Liga?
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Joao Felix var keyptur til Atletico Madrid.
Joao Felix var keyptur til Atletico Madrid.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard er kominn til Real. Verður hann í standi?
Eden Hazard er kominn til Real. Verður hann í standi?
Mynd: Getty Images
Goncalo Guedes hjá Valencia.
Goncalo Guedes hjá Valencia.
Mynd: Getty Images
Keppni í spænsku deildinni fer af stað í kvöld en Athletic Bilbao og Barcelona eigast við í opnunarleiknum. Börsungar ætla sér að vinna Meistaradeildina á þessu tímabili og verður spennandi hvort þeir nái um leið að halda striki í deildinni.

Geta einhverjir stöðvað Barcelona? Getur Zinedine Zidane komið Real Madrid á flug? Mun annað hvort félagið kaupa Neymar?

Við skulum skoða hvernig fjögur efstu liðin frá síðasta tímabili eru að mæta til leiks í nýtt tímabil.

BARCELONA
Þjálfari: Ernesto Valverde.

Komnir: Antoine Griezmann (Atletico Madrid), Frenkie de Jong (Ajax), Neto (Valencia), Junior Firpo (Real Betis), Emerson (Atletico Mineiro), Marc Cucurella (Eibar), Moussa Wague (Barcelona)

Farnir: Malcom (Zenit), Jasper Cillessen (Valencia), Andre Gomes (Everton), Paco Alcacer (Borussia Dortmund), Denis Suarez (Celta Vigo), Emerson (Real Betis), Marc Cardona (Osasuna), Segi Palencia (Saint-Etienne), Thomas Vermaelen (Vissel Kobe)

Á síðasta tímabili: 1. sæti.

Barcelona hefur verið áberandi forsíðuefni í sumar. Loksins náði félagið að klófesta Antoine Griezmann frá Atletico Madrid og það virðist ekki hætt, Neymar er sterklega orðaður við meistarana.

Þetta hefur verið góður gluggi fyrir Barcelona. Breiddin er orðin meiri og möguleikarnir fleiri. Í vináttuleikjum hefur Frenkie de Jong sem kom frá Ajax smellpassað inn í liðið.

Lykilmaður: Lionel Messi.
Hver annar?

Barcelona heldur áfram að treysta á litla Argentínumanninn sem heldur áfram að raða inn mörkum. Hann er að glíma við einhver smávægileg meiðsli í aðdraganda mótsins.

ATLETICO MADRID
Þjálfari: Diego Simeone.

Komnir: Hector Herrera (Porto), Ivan Saponjic (Benfica B), Renan Lodi (Club Athletico Paranaense), Felipe (Porto), Kieran Trippier (Tottenham), Mario Hermoso (Espanyol), Marcos Llorente (Real Madrid), Joao Felix (Benfica)

Farnir: Antoine Griezmann (Barcelona), Lucas Hernandez (Bayern München), Rodri (Manchester City), Gelson Martins (Mónakó), Luciano Vietto (Sporting Lissabon), Bernard Mensah (Kayserispor), Felipe Luis (Flamengo), Diego Godin (Inter), , Juanfran (Sao Paulo).

Á síðasta tímabili: 2. sæti.

Diego Simeone hefur opnað veskið í sumar og væntingarnar eru miklar. Joao Felix hefur verið funheitur á undirbúningstímabilinu og hann fær það risastóra verkefni að fylla skarðið sem Antoine Griezmann skildi eftir sig.

Atletico missti reynslumikla menn á borð við Diego Godin, Juanfran og Filipe Luis en félagið hefur styrkt vörnina hjá sér í sumar.

Lykilmaður: Joao Felix.
Þú kaupir ekki leikmann fyrir 114 milljónir punda og býst ekki við honum sem lykilmanni!

Portúgalinn ungi hefur geggjaða hæfileika og miðað við undirbúningstímabilið mun stjarna hans skína skært í vetur.

REAL MADRID
Þjálfari: Zinedine Zidane.

Komnir: Eden Hazard (Chelsea), Luka Jovic (Frankfurt), Eder Militao (Porto), Ferland Mendy (Lyon), Rodrygo (Santos), Alberto Soro (Real Zaragoza)

Farnir: Mateo Kovacic (Chelsea), Marcos Llorente (Atletico Madrid), Raul de Tomas (Benfica), Theo Hernandez (AC Milan), , Dani Ceballos (Arsenal, lán)

Á síðasta tímabili: 3. sæti.

Sumarglugginn fór vel af stað hjá Real Madrid og félagið fékk til sín Eden Hazard, Luka Jovic og Ferland Mendy.

Undirbúningstímabilið hefur þó verið erfitt, sérstaklega eftir skell gegn Atletico Madrid í æfingaleik í Bandaríkjunum. Hazard mætti í vondu standi úr sumarfríi og aldursamsetningin á miðjunni hefur verið gagnrýnd.

Paul Pogba heldur áfram að vera orðaður við Real Madrid en verðmiði Manchester United gerir þau kaup ólíkleg. Margir efast um að Real Madrid hafi það sem þurfi til að lyfta bikurum á þessu tímabili.

Lykilmaður: Eden Hazard.
Keyptur á metfé og verður væntanlega bæði notaður úti vinstra megin eða í 'tíunni'. Býr yfir rosalegum hæfileikum og nú er það verkefni Zidane að ná því besta fram úr honum.

VALENCIA
Þjálfari: Marcelino García Toral

Komnir: Jasper Cillessen (Barcelona), Maxi Gomez (Celta Vigo), Denis Cheryshev (Villarreal), Manu Vallejo (Cadiz), Jorge Saenz (Tenerife), Salva Ruiz (Mallorca), Eliaquim Mangala (Manchester City), Jaume Costa (Villarreal, lán)

Farnir: Neto (Barcelona), Simone Zaza (Torino), Ruben Vezo (Levante), Jeison Murillo (Sampdoria, lán), Nacho Gil (Ponferradina), Aymen Abdennour (Kayserispor), Santi Mina (Celta Vigo)

Á síðasta tímabili: 4. sæti.

Það gustaði um Valencia í sumar en þjálfarinn Marcelino Garcia Toral gekk næstum frá borði.

Það var lykilatriði hjá Valencia að halda Marcelino en hann kom liðinu í Meistaradeildina og stýrði liðinu til sigurs í Konungsbikarnum. Það var fyrsti titill Valencia síðan 2008.

Valencia stefnir aftur á að enda í topp fjórum.

Lykilmaður: Goncalo Guedes.
Gæti orðið stórstjarna í La Liga.

Þessi 22 ára leikmaður kom til Valencia frá Paris Saint-Germain 2017 og hefur á köflum náð að sýna að hann er í heimsklassa. Það vantar bara aðeins upp á stöðugleikann. Þetta gæti orðið tímabilið þar sem hann slær rækilega í gegn.

Reiknað er með því að hann verði í frjálsri stöðu fyrir aftan fremsta leikmann.

Sjá einnig:
Leikjadagskrá helginnar á Spáni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner