Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. september 2018 07:30
Gunnar Logi Gylfason
Benitez hvetur Southgate til að gefa Shelvey tækifæri
Benitez og Shelvey
Benitez og Shelvey
Mynd: Getty Images
Rafa Benitez, stjóri Newcastle, hvetur Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, til að gefa Jonjo Shelvey, leikmanni Newcastle, tækifæri með enska landsliðinu.

Shelvey á 6 A-landsleiki með Englandi. Sá fyrsti kom árið 2012, þegar hann var enn hjá Liverpool en hinir 5 komu árið 2015.

Eftir að Southgate talaði um að enska landsliðið vantaði miðjumann sem gæti breytt leikjum hefur Benitez stungið upp á Shelvey.

„Jonjo hefur hæfileikana, yfirsýnina, hann getur gefið sendingarnar yfir varnarlínuna sem framherjar eru hrifnir af," sagði Spánverjinn. „Getur hann spilað fyrir England? Já, klárlega. Þú verður að hafa leikmenn með mismunandi eiginleika í liðinu og ég get ekki séð að það eru margir eins og Jonjo í enska landsliðshópnum."

„Jonjo býður upp á annan möguleika. Ég ætla ekki að þrýsta á Gareth Southgate, því ég vil ekki að neinn þrýsti á mig, en ef hann spyr mig um Shelvey segi ég já," sagði Rafa Benitez að lokum.

Shelvey hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla en hann sat allan tímann á bekknum hjá Newcastle í 1-2 tapinu gegn Arsenal í dag.
Athugasemdir
banner
banner