sun 16. september 2018 16:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Gylfi skoraði en það var ekki nóg gegn West Ham
Arnautovic gerði út um leikinn fyrir West Ham.
Arnautovic gerði út um leikinn fyrir West Ham.
Mynd: Getty Images
Gylfi skoraði sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu.
Gylfi skoraði sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
West Ham átti sigurinn skilið.
West Ham átti sigurinn skilið.
Mynd: Getty Images
Everton 1 - 3 West Ham
0-1 Andriy Yarmolenko ('11 )
0-2 Andriy Yarmolenko ('31 )
1-2 Gylfi Sigurðsson ('45 )
1-3 Marko Arnautovic ('61 )

Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum þegar Everton spilaði við West Ham í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi gat samt ekki komið í veg fyrir það að West Ham tæki sinn fyrsta sigur í deildarleik á þessu tímabili.

Everton byrjaði leikinn ágætlega en það var West Ham sem skoraði fyrsta markið, í sinni fyrstu sókn. Andriy Yarmolenko, sem var að byrja sinn fyrsta leik fyrir West Ham, skoraði markið eftir sendingu frá Marko Arnautovic.

Yarmolenko var aftur á ferðinni 20 mínútum síðar þegar hann skoraði með góðu skoti.

Staðan ekki góð fyrir Everton og ákvað Marco Silva þá að gera breytingu fyrir hálfleik. Hann tók Morgan Schneiderlin út af og setti Brasilíumanninn Bernard inn á.

Gylfi reyndi að halda Everton inn í leiknum
Stuttu eftir að Bernard kom inn á, í uppbótartíma fyrri hálfleiks, minnkaði Everton muninn og var það Gylfi Þór, sem var fyrirliði Everton í leiknum, sem skoraði. Markið hjá Gylfa var snyrtilegt skallamark, en þetta er hans þriðja skallamark í ensku úrvalsdeildinni.


Smelltu hér til að sjá markið hjá Gylfa.

Everton náði ekki að fylgja eftir marki Gylfa í síðari hálfleiknum. Marko Arnautovic skoraði þriðja mark West Ham á 61. mínútu og það reyndist síðasta mark leiksins. Sigur West Ham staðreynd.

Hvað þýða þessi úrslit?
West Ham nær í sinn fyrsta sigur, sín fyrstu stig í deildinni. Everton tapar sínum fyrsta leik. Everton er í tíunda sæti deildarinnar en West Ham er komið upp í 16. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner