Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 16. september 2018 05:55
Gunnar Logi Gylfason
Ísland í dag - Leikið í Pepsi-deildinni
Valsmenn fá ÍBV í heimsókn í dag
Valsmenn fá ÍBV í heimsókn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aðeins fjórir leikir eru á dagskrá á Íslandi í dag og eru þeir allir í Pepsi-deildinni.

Klukkan 14 hefjast þrír leikir. KR-ingar taka á móti föllnum Keflvíkingum. KR er í mikilli baráttu um Evrópusæti við FH-inga.

Grindvíkingar taka þá á móti Fjölni á sama tíma. Grindvíkingar eiga enn möguleika á Evrópusæti en Fjölnir þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að halda sæti sínu í Pepsi-deildinni.

Víkingar sem eru í baráttu við Fjölni um að halda sér uppi getur heldur betur klifið upp töfluna enda þéttur pakki frá 6. sæti niður í það 10. FH-ingar eru, sem fyrr segir, í mikilli Evrópubaráttu við KR-inga og þurfa á því að halda til að bjarga tímabilinu.

Klukkan 17 fá Íslandsmeistarar Vals Eyjamenn í heimsókn. Valsmenn eru á toppnum með eins stigs forskot á Stjörnumenn sem urðu bikarmeistarar í gær. Valsmenn eru því í bílstjórasætinu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Margt þarf að fara úrskeiðis fyrir Eyjamenn svo þeir falli en þeir geta endanlega tryggt sæti sitt í deild þeirra bestu með sigri.

Leikir dagsins
14:00 KR - Keflavík
14:00 Grindavík - Fjölnir
14:00 Víkingur R. - FH
17:00 Valur - ÍBV

Beinar textalýsingar:
14:00 Grindavík-Fjölnir
14:00 KR-Keflavík
14:00 Víkingur-FH
17:00 Valur-ÍBV
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner