sun 16. september 2018 14:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Ronaldo skoraði bæði mörk Juventus
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er búinn að opna markareikning sinn í ítalska boltanum.

Ronaldo skoraði bæði mörk Juventus þegar liðið sigraði Sassuolo 2-0 í ítölsku úrvalsdeildinni, Seríu A, þennan sunnudaginn.

Ronaldo er núna kominn með fjögur hundruð deildarmörk á ferli sínum. Magnaður árangur.


Juventus er á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Fyrr í dag glutraði Roma niður tveggja marka forystu á heimavelli gegn Chievo. Svekkjandi úrslit fyrir Roma gegn botnliði deildarinnar. Roma er í sjöunda sæti með fimm stig.

Genoa vann Bologna og Udinese og Torino skildu jöfn. Hér að neðan eru úrslitin í þeim leikjum sem búnir eru í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Það eru tveir leikir síðar í dag.

Genoa 1 - 0 Bologna
1-0 Krzysztof Piatek ('69 )

Juventus 2 - 1 Sassuolo
1-0 Cristiano Ronaldo ('50 )
2-0 Cristiano Ronaldo ('65 )
2-1 Khouma Babacar ('90 )
Rautt spjald: Douglas Costa, Juventus ('94)

Roma 2 - 2 Chievo
1-0 Stephan El Shaarawy ('10 )
2-0 Bryan Cristante ('30 )
2-1 Valter Birsa ('52 )
2-2 Mariusz Stepinski ('83 )

Udinese 1 - 1 Torino
1-0 Rodrigo De Paul ('28 )
1-1 Soualiho Meite ('49 )

Þeir leikir sem eru í dag:
16:00 Empoli - Lazio
18:30 Cagliari - Milan (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner