Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 16. september 2018 16:53
Sverrir Örn Einarsson
Óli Stefán: Algjörlega grafnir niður á hælanna
Óli Stefán þjálfari Grindavíkur
Óli Stefán þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Fjölnismenn komu mér alls ekki á óvart. Við vorum alveg búnir að leggja það upp að þeir myndu mæta dýrvitlausir enda þurfa þeir á öllum stigum að halda. En það sem kom mér á óvart var hvernig við mættum til leiks. Lungan úr fyrri hálfleik vorum við algjörlega grafnir niður á hælanna og engann veginn tilbúnir að taka á móti þeim.“

Sagði Óli Stefán Flóventsson aðspurður hvort Fjölnismenn hafi komið þeim á óvart í upphafi leiks.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  1 Fjölnir

Eins og alkunna er tilkynnti Grindavík fyrir skemmstu að Óli Stefán muni hætta með liðið. Telur Óli Stefán að sú umræða sem skapaðist í kringum það hafi haft áhrif á hugarfar sinna leikmanna?

„Ég á ekki von á því. Það truflaði mig ekki og æfingavikan var mjög góð og fersk og ég á nú ekki von á því að það hafi eitthvað með þetta að gera. Enda þegar öllu er á botnin hvolft þá snýst þetta um að fara út að spila fótbolta. Það er það sem við viljum allir gera og þeir eru í þessu til að spila fótbolta og þegar þú kemur út á grasið eru ytri aðstæður ekki eitthvað sem þú átt að vera velta fyrir þér.“

Grindavík getur ekki gert betur en í fyrra eftir úrslit dagsins og þar með er markmið um að bæta besta árangur Grindavíkur í efstu deild úr sögunni. Er fókusinn á að vinna síðustu leikina?

„Já eða bara fókusa á frammistöðu. Fyrri hálfleikarnir hjá okkur núna í þessari sveiflu þar sem við höfum ekki náð í úrslit hafa verið ekki verið góðir og það er eitthvað sem ég þarf að skoða aðeins betur.“

Sagðir Óli Stefán en viðtalið við hann má sjá hér í spilarnum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner