Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   sun 16. september 2018 17:07
Kristófer Jónsson
Rúnar Kristins: Ég verð þjálfari KR áfram
Rúnar ætlar sér ekki að hætta hjá KR.
Rúnar ætlar sér ekki að hætta hjá KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með 3-1 sigur sinna mann á Keflavík í 20.umferð Pepsi-deildar karla.

„Við vorum dálítið hægir í byrjun og Keflvíkingar vörðust rosalega vel. Við lendum svo 1-0 undir en Pálmi kemur okkur inní leikinn strax. Við hefðum ekki viljað fara undir inní hálfleikinn" sagði Rúnar eftir leik.

KR-ingar sitja í fjórða sæti deildarinnar og eru nú í bílstjórasætinu í baráttunni um Evrópusæti þegar að tvær umferðir eru eftir. Rúnar segir hins vegar að baráttan sé langt frá því að vera búin.

Lestu um leikinn: KR 3 -  1 Keflavík

„Við þurfum ekkert að vera aular til að klúðra þessu. Við eigum erfiðan leik í næstu viku gegn Fylki og þetta er svo fljótt að breytast í þessum bransa. Það eru sex stig eftir í pottinum og það munar bara tveimur sitgum sem að er ekki mikið í fótbolta." sagði Rúnar aðspurður um framhaldið.

Mikið hefur verið um þjálfarahræringar þegar að lítið er eftir að móti og einhverjar sögusagnir hafa verið á flakki um að Rúnar hætti hjá KR eftir tímabilið. Rúnar sjálfur gaf lítið fyrir þær sögusagnir.

„Framhaldið verður bara meiraháttar. Ég verð bara þjálfari KR áfram. Ekkert vesen." sagði Rúnar að lokum léttur í bragði.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner