Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. september 2019 20:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Lecce með mjög óvæntan sigur á Torino
Belotti jafnaði með marki af vítapunktinum áður en Lecce skoraði sigurmark sitt.
Belotti jafnaði með marki af vítapunktinum áður en Lecce skoraði sigurmark sitt.
Mynd: Getty Images
Torino 1 - 2 Lecce
0-1 Diego Farias ('35 )
1-1 Andrea Belotti ('58 , víti)
1-2 Marco Mancosu ('73 )

Nýliðar Lecce unnu óvæntan sigur gegn Torino á útivelli þegar liðin mættust í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Lecce spilaði vel í leiknum og komust gestirnir yfir á 35. mínútu þegar Diego Farias skoraði. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Snemma í seinni hálfleiknum jafnaði markahrókurinn Andrea Belotti fyrir Torino úr vítaspyrnu, en Lecce lét það ekki mikið á sig fá og komst aftur yfir á 73. mínútu; Marco Mancosu með markið.

Það reyndist sigurmarkið í leiknum, lokatölur 2-1 fyrir Lecce sem nær í sín fyrstu stig á tímabilinu. Torino hafði unnið báða leiki sína fyrir leikinn í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner