Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. september 2021 19:31
Brynjar Ingi Erluson
Framtíð Vlahovic óljós - „Ætla ekki að lofa upp í ermina á mér"
Dusan Vlahovic er markavél
Dusan Vlahovic er markavél
Mynd: EPA
Serbneski framherjinn Dusan Vlahovic gæti yfirgefið Fiorentina næsta sumar en forseti félagsins viðurkenni að hann geti ekki lofað því að hann framlengi við Flórensarliðið.

Vlahovic er 21 árs gamall og er áskrifandi á mörk í ítölsku deildinni en hann gerði 21 mark á síðasta tímabili og var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar.

Hann er þegar kominn með fimm mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð og hefur vakið áhuga stórliða í Evrópu.

Samningur hans er í gildi til 2023 en Rocco Comisso, eigandi Fiorentina, getur þó ekki lofað því að Vlahovic framlengi við félagið.

„Hann er góður strákur og góður fyrir Flórens. Ég vona að hann verði hér til lengri tíma. Mun hann skrifa undir nýjan samning? Ég ætla ekki að fara að lofa upp í ermina á mér," sagði Comisso.
Athugasemdir
banner
banner