Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 16. október 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Biraghi tileinkaði Astori mark sitt
Biraghi skoraði sigurmark Ítalíu.
Biraghi skoraði sigurmark Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Cristiano Biraghi var hetja Ítalíu gegn Póllandi í Þjóðadeildinni á sunnudag.

Hann tryggði Ítölum sanngjarnan sigur gegn Póllandi en hann skoraði eina mark leiksins í uppbótartímanum.

Þetta var fyrsta landsliðsmark Biraghi en þessi 26 ára gamli leikmaður var að spila sinn þriðja landsleik. Hann tileinkaði mark sitt Davide Astori, sem hann spilaði með hjá Fiorentina á síðustu leiktíð. Astori, sem var fyrirliði Fiorentina, lést langt fyrir aldur fram í mars síðastiðnum. Hann var 31 árs.

„Astori er hluti af mér, eins og allir liðsfélagar mínir hjá Fiorentina og allir þeir sem spiluðu með honum," sagði Biraghi eftir leikinn.

„Ég tileinka honum markið vegna þess að það er honum að þakka að ég er hérna. Hann kenndi mér svo mikið."

Astori hafði greinilega mikil áhrif á Biraghi en eftir andlát Astori fékk Biraghi sér húðflúr til minningar um hann.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner