þri 16. október 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - U21 lýkur keppni gegn Spánverjum
Arnór Sigurðsson og félagar spila við sterkt lið Spánverja.
Arnór Sigurðsson og félagar spila við sterkt lið Spánverja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur dagsins:
16:45 Ísland U21 - Spánn U21 (Florídana-völlurinn)

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri spilar við Spán í lokaleik sínum í undankeppni EM í dag.

Íslenska liðið er ekki að spila upp á neitt nema stoltið í dag. Fyrir leikinn í dag er liðið í fjórða sæti riðilsins með 11 stig þegar níu leikjum er lokið.

Síðustu tveir leikir hafa verið mikil vonbrigði og ætlar liðið sér að enda á góðum nátum gegn Spánverjum sem eru búnir að tryggja sér efsta sæti riðilsins.

Leikurinn hefst klukkan 16:45 í dag og er spilar í Árbænum, á Florídana-vellinum. Allir á völlinn!

Sjá einnig:
Kristófer Ingi: Þægilegt að hafa mömmu að elda fyrir mig
Kolbeinn Finns: Tel að það séu bjartir tímar framundan hjá mér
Alfons: Kem klárlega til baka sem betri leikmaður
Alfons: Kem klárlega til baka sem betri leikmaður
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner