Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. október 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Mörkin hjá U17 gegn Bosníu
Mikilvægur leikur gegn Gíbraltar í dag
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, ræðir við leikmenn sína.
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, ræðir við leikmenn sína.
Mynd: KSÍ
U17 strákalandsliðið spilar við Gíbraltar í mikilvægum leik í undankeppni EM í dag.

þetta er þriðji og síðasti leikur liðsins í undankeppni EM 2019. Leikurinn hefst klukkan 13:00 að íslenskum tíma, en leikið er í Bosníu og Hersegóvínu.

Ísland hefur gert jafntefli í báðum leikjum sínum hingað til, gegn Bosníu og Úkraínu. Tvær þjóðir komast áfram á næsta stig undankeppninnar, auk stigahæsta þriðja sætisins. Markatalan gegn Gíbraltar gæti skipt máli þar sem Úkraína vann Gíbraltar 11-0 og Bosnía vann 8-0 sigur.

Hér að neðan má sjá mörkin í 1-1 jafnteflinu gegn Bosníu. Það var síðasti leikur liðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner