Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. október 2018 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Neuer eigi ekki að vera í liðinu
Mynd: Getty Images
Lothar Matthaus, sem lék 150 landsleiki fyrir Þjóðverja sem leikmaður, hefur kallað eftir því að Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands taki Manuel Neuer, fyrirliða liðsins, út úr liðinu.

Neuer sem hefur jafnan verið talinn besti markvörður heims undanfarin ár hefur átt erfitt uppdráttar eftir að hann sneri úr erfiðum meiðslum á síðustu leiktíð.

Hinn 32 ára gamli Neuer var ósannfærandi á HM í Rússlandi og fékk á sig gagnrýni eftir 3-0 tap Þýskaland gegn Hollandi í Þjóðadeildinni síðastliðinn laugardag.

Þýskaland mætir Frakklandi í kvöldog Matthaus vill sjá annan markvörð í markinu.

„Marc-Andre Ter Stegen hefur verið í heimsklassa fyrir Barcelona í nokkur ár og hann á skilið að spila mikilvægan leik, jafnvel þó svo að Neuer sé til taks," skrifaði Matthaus í dálk sinn fyrir Sky Sports.

Leikur Þýskalands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner