Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. október 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin í dag - Heimsmeistarar 2014 og 2018 mætast
Frakkar fá Þýskaland í heimsókn. Þjóðverjar urðu Heimsmeistarar 2014 en Frakkar eru ríkjandi Heimsmeistarar.
Frakkar fá Þýskaland í heimsókn. Þjóðverjar urðu Heimsmeistarar 2014 en Frakkar eru ríkjandi Heimsmeistarar.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Hvað gerir Gíbraltar?
Hvað gerir Gíbraltar?
Mynd: Getty Images
Síðasti leikdagurinn í Þjóðadeildinni í þessu landsleikjaverkefni er í dag og það er sannkallaður stórleikur á dagskrá. Heimsmeistarar Frakklands mæta Þýskalandi.

Frakkland gerði 2-2 jafntefli við Ísland á fimmtudaginn síðasta eftir að hafa lent 2-0 undir. Það hefur lítið gengið hjá Þjóðverjum upp á síðkastið og fróðlegt verður að sjá hvernig þessi leikur mun spilast. Hann verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.

Annar leikur sem er sýndur í beinni er leikur nágrannaþjóðanna Írlands og Wales í B-deild. Úkraína og Tékkland mætast líka í B-deild og þá eru tveir leikir í C-deild. Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, mætir Búlgaríu, en hann er í dag landsliðsþjálfari Noregs.

Nær Gíbraltar að vinna aftur
Gíbraltar vann á laugardag sinn fyrsta mótsleik í sögunni, liðið vann 1-0 sigur gegn Armeníu.

Þetta var fyrsti sigur Gíbraltar í mótsleik en þjóðin var tekin inn í FIFA 2013. Í raun var þetta í fyrsta sinn sem Gíbraltar fékk stig í mótsleik.

Í dag spilar Gíbraltar við annað smáríki, Lichtenstein. Það er mjög athyglisverður leikur en allir leikir dagsins eru hér að neðan.

A-deild
18:45 Frakkland - Þýskaland (Stöð 2 Sport)

B-deild
18:45 Úkraína - Tékkland
18:45 Írland - Wales (Stöð 2 Sport 3)

C-deild
18:45 Noregur - Búlgaría
18:45 Slóvenía - Kýpur

D-deild
14:00 Kasakstan - Andorra
16:00 Armenía - Makedonía
18:45 Lettland - Georgía
18:45 Gíbraltar Lichtenstein
Athugasemdir
banner
banner
banner