Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. október 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Tyrkneska undrið" á óskalista Bayern München
Mynd: Getty Images
Cengiz Under, stundum kallaður „tyrkneska undrið" er á óskalistanum hjá þýska stórliðinu Bayern München.

Under, sem er 21 árs gamall kantmaður hjá Roma á Ítalíu, lék sinn fyrsta alvöru leik með Altinordu í tyrknesku B-deildinni árið 2014. Hann lék 51 leik fyrir Altinordu áður en hann fékk félagaskipti yfir í tyrknesku úrvalsdeildina til Bursaspor. Hann lék eitt tímabil með Bursaspor áður en Roma ákvað að borga fyrir hann rúmlega 13 milljónir evra.

Hann gæti núna verið á ferðinni aftur þar sem Bayern er að leita að arftökum fyrir Arjen Robben og Franck Ribery sem eru að verða komnir vel á aldur. Þeir eru orðnir 35 og 36 ára.

„Bayern er að fylgjast vel með Cengiz. Það eina sem ég get sagt er að hann gæti verið keyptur fyrir stóra fjárhæð," sagði Mehmet Ozkan, formaður Altinordu, fyrrum félags Under við Gazzetta dello Sport á Ítalíu.

Under hefur líka verið orðaður við lið eins og Barcelona og Bayern gæti því fengið samkeppni um hann, þ.e.a.s. ef Roma ákveður að selja.
Athugasemdir
banner
banner