Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. október 2019 10:00
Fótbolti.net
Þjálfaramálin - Allt klárt í Pepsi Max en fjögur félög í Inkasso laus
Óskar Hrafn og Halldór tóku við Breiðabliki.
Óskar Hrafn og Halldór tóku við Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýtt þjálfarateymi í Árbænum.
Nýtt þjálfarateymi í Árbænum.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Gústi Gylfa og Gummi Steinars eru mættir til Gróttu.
Gústi Gylfa og Gummi Steinars eru mættir til Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Bjössi Hreiðars tók við Grindavík.
Bjössi Hreiðars tók við Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Hallsson er hættur með Aftureldingu.
Arnar Hallsson er hættur með Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarakapallinn hefur gengið upp í Pepsi Max-deild karla og ljóst hvaða þjálfarar fara inn í næsta tímabil. Hér má sjá hvernig staðan er á þjálfaramálunum í tveimur efstu deildum Íslandsmóts karla.

Hér má sjá samantekt á því og við látum fylgja með þær sögur sem háværastar eru. Fimm félög í Inkasso-deildinni eru án þjálfara.

PEPSI MAX-DEILD KARLA:

KR - Rúnar Kristinsson
Þjálfari ársins verður áfram við stjórnvölinn hjá Íslandsmeisturunum, með Bjarna Guðjónsson sér við hlið.

Breiðablik - Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar tók við Breiðabliki og skipti um starf við Ágúst Gylfason sem fór til Gróttu. Halldór Árnason fylgdi Óskari og er aðstoðarmaður hans hjá Blikum.

FH - Ólafur Kristjánsson
Ólafur verður áfram í Kaplakrika.

Stjarnan - Rúnar Páll Sigmundsson
Rúnar verður áfram en breytingar verða í teymi hans. Ejub Purisevic er sterklega orðaður við yngri flokka þjálfun í Garðabænum.

KA - Óli Stefán Flóventsson
Óli verður áfram með stjórnartaumana á Akureyri en verið er að leita að öflugum aðstoðarmanni sem getur tekið við keflinu þegar Óli missir út æfingar af fjölskylduástæðum.

Valur - Heimir Guðjónsson
Heimir var staðfestur sem nýr þjálfari Vals en Srdjan Tufegdzic, fyrrum þjálfari KA og Grindavíkur, var ráðinn aðstoðarmaður hans.

Víkingur - Arnar Gunnlaugsson
Bikarmeistararnir halda áfram vegferðinni með Arnar við stýrið.

Fylkir - Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson
Árbæingar fóru nokkuð óvænta leið í þjálfaramálum. Atli Sveinn hætti sem yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar og tók við liðinu ásamt Ólafi Stígssyni. Ólafur Ingi Skúlason er spilandi aðstoðarþjálfari.

HK - Brynjar Björn Gunnarsson
Brynjar hefur verið að gera virkilega flotta hluti með HK og verður þar áfram.

ÍA - Jóhannes Karl Guðjónsson
Jói Kalli gerði fimm ára samning við Skagamenn fyrr á árinu.

Grótta - Ágúst Gylfason
Það fór svo að Breiðablik og Grótta skiptu á þjálfarateymum. Ágúst stýrir Gróttu á fyrsta tímabili liðsins í Pepsi Max-deildinni og Guðmundur Steinarsson verður aðstoðarmaður hans. Grótta er þriðja félagið þar sem Ágúst og Guðmundur starfa saman.

Fjölnir - Ásmundur Arnarsson
Ásmundur kom Grafarvogsliðinu aftur upp í deild þeirra bestu.

INKASSO-DEILD KARLA:

Grindavík - Sigurbjörn Hreiðarsson
Sigurbjörn Hreiðarsson tekst á við á ný að verða aðalþjálfari. Hann stefnir á að koma Grindavík beint aftur upp með aðstoð frá Ólafi Brynjólfssyni aðstoðarþjálfara.

ÍBV - Helgi Sigurðsson
Helgi flytur til Vestmannaeyja og verður með Ian Jeffs sér til aðstoðar.

Leiknir - Sigurður Heiðar Höskuldsson
Siggi Höskulds náði frábærum árangri með Leikni og verður áfram í Breiðholti.

Víkingur Ó. - ÁN ÞJÁLFARA
Ólafur Brynjólfsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson eru sagðir hafa hafnað Ólafsvíkingum sem enn eru að leita.

Keflavík - Eysteinn Húni Hauksson
Eysteinn heldur áfram að byggja upp Keflavíkurliðið.

Þór - ÁN ÞJÁLFARA
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur fundað með Þórsurum.

Fram - Jón Þórir Sveinsson
Ný stjórn er tekin við Fram og Jón Þórir Sveinsson heldur áfram um stýrið.

Afturelding - ÁN ÞJÁLFARA
Ekki náðust samningar við Arnar Hallsson um að hann yrði áfram þjálfari og eru Mosfellingar komnir í þjálfaraleit.

Magni - Sveinn Þór Steingrímsson
Það var mikil bæting á Magnaliðinu eftir að Sveinn tók við í sumar og hann náði að halda liðinu uppi.

Þróttur ÁN ÞJÁLFARA
Ágúst Gylfason var efstur á blaði Þróttara en gaf félaginu afsvar og tók við Gróttu. Páll Einarsson hefur verið orðaður við starfið.

Leiknir F. - Brynjar Skúlason
Brynjar var þjálfari ársins í 2. deild en Fáskrúðsfirðingar unnu deildina eftir að hafa verið spáð falli fyrir mót.

Vestri - Bjarni Jóhannsson
Gamli refurinn Bjarni Jó náði að koma Vestra upp í Inkasso-deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner