Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 16. október 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Líkleg byrjunarlið ÍA og Víkings - Kveðjuleikur Kára og Sölva
ÍA og Víkingur mætast í úrslitum í dag
ÍA og Víkingur mætast í úrslitum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn verða klárir í slaginn
Skagamenn verða klárir í slaginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason og Sölvi Geir byrja en Halldór Smári verður klár í að spila
Kári Árnason og Sölvi Geir byrja en Halldór Smári verður klár í að spila
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA og Víkingur R. mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins klukkan 15:00 á Laugardalsvelli í dag en farið var yfir líkleg byrjunarlið í útvarpsþættinum Fótbolti.net á fimmtudag.

Það verður ekki mikið af breytingum á liðunum en Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, gæti gert eina breytingu og sett inn Hákon Inga Jónsson á hægri vænginn. Það hafa verið róteringar á köntunum en Guðmundur Tyrfingsson byrjaði undanúrslitaleikinn gegn Keflvíkingum.

Þeir munu spila áfram með Sindra Snæ Magnússon djúpan á miðjunni og Ísak Snær Þorvaldsson og Steinar Þorsteinsson fyrir framan hann.



Sverrir Mar Smárason, þáttastjórnandi Ástríðunnar, kom með líklegt byrjunarlið ÍA á meðan Tómas Þór Þórðarson valdi Víkingsliðið en hann gerir ekki ráð fyrir óvæntum breytingum þar.

Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen byrja báðir í kveðjuleiknum segir Tómas Þór og þá mun Halldór Smári Sigurðsson vera klár að koma af bekknum.

„Ég trúi eiginlega ekki öðru en að þeir fái þennan leik. Það má ekki gleyma því að Halldór Smári mun alltaf koma inná á 75. mínútu því annar þeirra verður alltaf búinn," sagði Tómas Þór meðal annars um valið.


Útvarpsþátturinn - Barist um bikar og landsliðsuppgjör
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner