Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 16. nóvember 2018 08:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Félagaskiptaglugginn lokar áfram snemma á Englandi
Mynd: Getty Images
Sumarglugginn á England mun áfram loka einum degi áður en enska úrvalsdeildin hefst. Þetta var staðfeest á árlegum fundi liðanna í deildinni sem fram fór í gær.

Prófað var að stytta félagaskiptagluggann fyrir þessa leiktíð. Hann lokaði degi fyrir fyrsta leik. Glugginn lokaði vanalega 31. ágúst en lokaði núna 9. ágúst.

Þetta var gert til þess að forðast truflanir og leyfa liðunum í deildinni að einbeita sér að fótbolta.

Fyrir tímabilið 2017/18 spiluðu Alexis Sanchez, Diego Costa, Philippe Coutinho og Virgil van Dijk ekki með liðum sínum í byrjun tímabils vegna óvissu með þeirra framtíð.

Það var greinilega ánægja hjá flestum með þessa breytingu á félagaskiptaglugganum og verður engin breyting á fyrir næsta sumar.

Í gær var það staðfest að VAR verði í ensku úrvalsdeildinni frá og með næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner