Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. nóvember 2018 11:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsti leikmaður Bournemouth sem skorar fyrir England
Mynd: Getty Images
Callum Wilson skoraði þriðja mark Englands í 3-0 sigri gegn Bandaríkjunum í vináttulandsleik í gær.

Wilson var að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Englands hönd.

Wilson er 26 ára gamall en hann hefur mikið spilað í neðri deildunum í Englandi. Hann er uppalinn hjá Coventry en lék einnig með Kettering Town og Tamworth áður en hann fór til Bournemouth árið 2014.

Hann hjálpaði Bournemouth að komast upp í ensku úrvalsdeildina og að halda sér í ensku úrvalsdeildinni.

Hann hefur farið langa leið til að komast í enska landsliðið og er þar verðskuldað.

Með marki sínu í gær varð hann fyrsti leikmaður í sögu Bournemouth til að skora fyrir enska landsliðið. Það er frábær árangur hjá þessum öfluga sóknarmanni.



Athugasemdir
banner
banner
banner