Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 16. nóvember 2018 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Mancini velur 18 ára framherja Juventus í landsliðið
Moise Kean er í hópnum gegn Bandaríkjunum
Moise Kean er í hópnum gegn Bandaríkjunum
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins, hefur valið tvo leikmenn úr U21 árs landsliðinu til að spila vináttuleik gegn Bandaríkjunum á þriðjudag.

Ítalska landsliðið mætir Portúgal í Þjóðadeildinni á morgun en þar verður Mancini með sitt sterkasta lið.

Hann ætlar hins vegar að gera breytingar fyrir leikinn gegn Bandaríkjunum en þá koma þeir Moise Kean, Francesco Acerbi og Gianluca Mancini inn.

Kean er aðeins 18 ára gamall en hann náði merkum áfanga í Seríu A með Juventus er hann varð fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur á þessari öld til að spila í deildinni.

Hann skoraði fjögur mörk fyrir U19 ára landsliðið á EM í fyrra og þá hefur hann gert tvö mörk í þremur leikjum með U21 árs landsliðinu.

Þá kemur Mancini inn sem er 22 ára miðvörður og spilar með Atalanta. Miðvörðurinn reyndi Francesco Acerbi er einnig í hópnum en hann er á mála hjá Sassuolo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner