Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 16. nóvember 2018 14:30
Arnar Helgi Magnússon
Nelson: Ég vil verða goðsögn hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Reiss Nelson leikmaður Hoffenheim hefur heldur betur slegið í gegn í þýsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili

Nelson, sem er aðeins 18 ára gamall, er í eigu Arsenal en var lánaður til Hoffenheim í sumar en þar sem Arsenal var með gæðaleikmenn á borð við Henrikh Mkhitaryan, Danny Welbeck, Mesut Özil, Alexandre Lacazette og Pierre Emerick Aubameyang var ákveðið að lána hann til Þýskalands.

Hann hefur heldur betur komið á óvart með Hoffenheim en hann er búinn að skora sex mörk í sjö leikjum sínum með liðinu og þá hefur hann lagt upp eitt mark.

„Ég vil snúa aftur til Arsenal sem sterkari leikmaður. Þegar ég var 16 og 17 ára hjá Arsenal leið mér ekkert sérstaklega vel að því að ég vissi að ég var ekki tilbúinn"

„Í dag hef ég allt aðra tilfinningu. Á þessum stutta tíma sem ég hef verið hjá Hoffenheim hef ég fengið meiri trú á mér, og ég held að ég komi mun sterkari til Arsenal."

Nelson segir að það sé draumurinn að verða goðsögn hjá Arsenal sem og hjá enska landsliðinu.

„Ég vil verða goðsögn hjá Arsenal, og að sjálfsögðu í enska landsliðinu. Það er ekkert betra en að vera valinn í landsliðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner