fös 16. nóvember 2018 15:58
Arnar Helgi Magnússon
Riðlar Lengjubikarsins klárir - FH og Breiðablik mætast
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur opinberað riðlaskiptingu Lengjubikarsins fyrir komandi tímabil en í A-deild karla er keppninni skipt upp í fjóra riðla og svo úrslitakeppni. Keppni hefst um miðjan febrúar.

Leikið er í A, B og C deild, bæði í karla og kvenna flokki.

Valur sigraði Lengjubikarinn árið 2018 eftir 4-2 sigur á Grindavík. Valur mætir KA í riðlakeppninni þetta árið en einungis tvö Pepsideildar lið eru í þeim riðli.

KR er í riðli meðal annars með Fylki og ÍBV en Inkassoliðin Njarðvík, Víkingur og Þróttur eru einnig í þeim riðli.

Bikarmeistarar Stjörnunnar mæta meðal annars nýliðunum í Pepsideildinni, ÍA.

Breiðablik og FH eru bæði í riðli fjögur ásamt Haukum, Gróttu, Víkingi R. og Keflavík.

Til að sjá aðra riðla og leikjaniðurröðun er hægt að smella hér.

A-deild, Riðill 1
Grindavík
ÍA
Leiknir R.
Magni
Stjarnan
Þór
Sjáðu leikjadagskrána

A-deild, Riðill 2
Fylkir
ÍBV
KR
Njarðvík
Víkingur Ó
Þróttur
Sjáðu leikjadagskrána

A-deild, Riðill 3
Afturelding
Fjölnir
Fram
HK
KA
Valur
Sjáðu leikjadagskrána

A-deild, Riðill 4
Breiðablik
FH
Grótta
Haukar
Keflavík
Víkingur R.
Sjáðu leikjadagskrána
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner