Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 16. nóvember 2018 21:56
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeildin: Holland skellti heimsmeisturunum
N'Golo Kante og Georginio Wijnaldum í baráttunni í kvöld
N'Golo Kante og Georginio Wijnaldum í baráttunni í kvöld
Mynd: Getty Images
Það var mikið fjör í Þjóðadeildinni í kvöld en í A-deild tókst Hollendingum að vinna Frakka 2-0 og á liðið nú möguleika á að taka efsta sæti riðilsins.

Hollendingar voru gríðarlega öflugir gegn heimsmeistaraliði Frakka er liðin mættust á heimavelli Feyenoord í Hollandi. Fyrra markið kom undir lok fyrri hálfleiks.

Ryan Babel fékk þá frábæra sendingu inn fyrir en skot hans var varið áður en Georginio Wijnaldum kom knettinum í markið.

Undir lok leiks braut svo Moussa Sissoko á Frankie de Jong. Memphis Depay skoraði örugglega úr spyrnunni og lokatölur því 2-0. Fyrsta liðið til að vinna Frakkland síðan í mars er Kólumbía vann liðið í vináttuleik.

Hollendingar eru í öðru sæti í riðli 1 með 6 stig, stigi á eftir Frökkum en Hollendingar eiga þó leik til góða gegn Þjóðverjum og geta komið sér í úrslitakeppnina með hagstæðum úrslitum.

Í B-deildinni gerðust óvæntir hlutir en Slóvakía vann topplið Úkraínu 4-1 er leikið var í riðli 1. Hinn 24 ára gamli Albert Rusnak fór mikinn og skoraði eitt ásamt því að leggja upp tvö mörk.

Úkraína er búið að vinna riðilinn og tryggja sæti sitt í A-deildina en Slóvakía berst fyrir lífi sínu í B-deildinni með 3 stig, jafnmörg og Tékkland.

Danir tryggðu þá sæti sitt í A-deild er liðið vann Wales 2-1 á útivelli í riðli 4. Nicolai Jörgensen kom danska liðinu yfir áður en Martin Braithwaite gerði annað mark undir lok leiks. Gareth Bale klóraði í bakkann fyrir Wales en það var of seint og 2-1 sigur Danmerkur staðreynd.

Það var leikið í einum riðli í C-deild en það var riðill 3. Slóvenía og Noregur gerðu 1-1 jafntefli og þá missteig Búlgaría sig gegn Kýpur en Noregur og Búlgaríu eru jöfn á toppnum með 10 stig þegar einn leikur er eftir.

Í D-deildinni var spilað í riðli 4. Gíbraltar tapaði fyrir Armeníu 6-2 þar sem Yura Movsisyan skoraði fjögur mörk fyrir armenska liðið og á sama tíma tapaði Lichtenstein 2-0 fyrir Makedóníu. Makedónar eru efstir með 12 stig en Armenía í öðru með 9 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Netherlands 2 - 0 France
1-0 Georginio Wijnaldum ('44 )
2-0 Memphis Depay ('90 , víti)


Slovakia 4 - 1 Ukraine
1-0 Albert Rusnak ('6 )
2-0 Juraj Kucka ('26 )
2-1 Yevgen Konoplyanka ('47 )
3-1 ZreAak ('52 )
4-1 Robert Mak ('61 )

Wales 1 - 2 Denmark
0-1 Nicolai Jorgensen ('42 )
0-2 Martin Braithwaite ('88 )
1-2 Gareth Bale ('89 )

Cyprus 1 - 1 Bulgaria
1-0 Panagiotis Zachariou ('24 )
1-1 Nikolay Dimitrov ('89 , víti)

Slovenia 1 - 1 Norway
1-0 Benjamin Verbic ('9 )
1-1 Bjorn Johnsen ('85 )

Gibraltar 2 - 6 Armenia
1-0 Tjay De Barr ('10 )
1-1 Yura Movsisyan ('27 )
1-2 Yura Movsisyan ('48 )
1-3 Yura Movsisyan ('52 )
1-4 Yura Movsisyan ('54 )
1-5 Artur Kartashyan ('66 )
2-5 Adam Priestley ('78 )
2-6 Aleksandr Karapetyan ('90 )

Liechtenstein 0 - 2 FYR Macedonia
0-1 Enis Bardi ('53 )
0-2 Ilija Nestorovski ('90 )
Rautt spjald:Sandro Wieser, Liechtenstein ('50)
Athugasemdir
banner
banner
banner