Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 16. nóvember 2018 16:38
Arnar Helgi Magnússon
Wijnaldum: Horfum ekki í tölfræði - Ætlum okkur titilinn
Mynd: Getty Images
Liverpool er eitt af þremur taplausum liðum í ensku úrvalsdeildinni þegar tólf umferðir hafa verið spilaðar. Manchester City og Chelsea eru hin tvö liðin.

Georginio Wijnaldum, hollenski miðjumaðurinn sem leikur með Liverpool segir liðið stefna á Englandsmeistaratitilinn eftir flotta byrjun á tímabilinu.

Þetta er besta byrjun Liverpool í deildarkeppni síðan árið 1992.

„Það er flott að heyra. Við erum ekki að spila fyrir einhverja tölfræði. Við erum að spila til þess að vinna leiki og í lok tímabilsins að vinna vonandi einhverja titla."

Liverpool hefur einungis fengið fimm mörk á sig í deildinni.

„Það er auðvitað jákvætt þegar liðið er ekki að fá á sig mörk. Það er auðveldara að vinna leiki þegar þú færð ekki á þig mörk. Ég tek undir það að varnarleikur okkar er búin að vera góður en svo hafa kannski nokkur atriði fallið með okkur."

Wijnaldum er ánægður með komu Van Dijk og segir hann hafa breytt varnarleik liðsins til hins betra.

„Ég vil meina að Virgil hafi breytt varnarleiknum okkar. Hann er frábær varnarmaður, stór og góður í föstum leikatriðum. Hann getur leitt liðið áfram í rétta átt."
Athugasemdir
banner
banner