Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mane: Tel mig heppinn að spila með Firmino og Salah
Þrenningin ásamt van Dijk.
Þrenningin ásamt van Dijk.
Mynd: Getty Images
Hin heilaga þrenning Liverpool manna, Sadio Mane, Mo Salah og Roberto Firmino leiða saman sóknarleik liðsins.

Einn þeirra, Sadio Mane, tjáði sig á dögunum um það hvernig væri að spila með hinum tveimur. Hann telur sig heppinn að fá að spila með Firmino og Salah. Firmino kom fyrstur þeirra til Liverpool, svo kom Mane og Salah varð sá síðasti til að koma til félagsins.

„Ég segi alltaf að mér finnst auðvelt að vinna með þeim. Persónulega finnst mér ég vera heppinn að spila við hlið þessara frábæru leikmanna."

„Allir sem myndu spila við hleið þeirra myndu njóta þess því þeir eru mjög góðir og þeir gera allt svo auðvelt fyrir mann."

„Við tölum allir mismunandi tungumál en fótbolti er eitt tungumál og það er alþjóðlegt svo allir geta talað það."


Mane hefur skorað 11 mörk í 20 leikjum á leiktíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner